Wednesday, January 12, 2011

Nýr hópur hefur orðið til: Parísarfarar vorið 2011

Jóhanna og Margrét, kennarar í áfanganum, bjóða velkomna þá 22 nemendur sem hafa skráð sig til leiks í Parísaráfanganum þetta vor, 2011. Hér eru á ferð 22 frískir nemendur sem eiga það sameiginlegt að hafa áhuga á París, þeirri dásamlegu borg, og að hafa lært frönsku í a.m.k. þremur áföngum. Framundan er undirbúningsvinna fyrir ferðina, sem farin verður 3.-7. mars nk. Um þessar mundir eru nemendur að vinna kynningar um helstu kennileiti Parísar: Signu, Notre-Dame kirkjuna, Sacré Coeur kirkjuna, Louvre safnið, Eiffel turninn og Charles de Gaulle (CDG) flugvöllinn. Það verða allir margs vísari eftir þessar kynningar.
À suivre...