Tuesday, March 8, 2011

Ferðalok








Jæja, þá er ferðinni lokið og við kennararnir erum báðar mjög ánægðar með ferðina og hópinn sem var til fyrirmyndar í alla staði.

Lokakvöldverðurinn var upplifun því hann fór fram á goðsagnarkenndum veitingastað, Le Chartier (http://www.restoaparis.com/fiche-restaurant-paris/chartier.html). Þar var ekki rólegheitunum fyrir að fara, ys og þys og þjónarnir á hlaupum á milli borða. Á staðnum er víst pláss fyrir 360 gesti og var hvert sæti setið. Við vorum heppin að þurfa ekki bíða lengi eftir sæti því ekki er hægt að panta borð á staðnum. Maturinn er í ódýrara kantinum og gæðin ekki þau mestu sem hægt er að fá en stemningin bætir það upp og rúmlega það. Nemendur fengu sér sumir snigla og pylsur í forrétt og í aðalrétt smökkuðu sumir andalæri (uppáhald Jóhönnu kennara) en aðrir ákváðu að taka ekki sénsinn og fá sér nautasteik eða kjúkling og franskar. Allir fengu sér eftirrétt.
Eftir kvöldverðinn var haldið á gistiheimilið þar sem flestir byrjuðu að pakka niður.
Ferðin út á völl daginn eftir gekk eins og í sögu og flugið gekk vel fyrir utan smá tafir í lendingunni vegna vetrarveðurs á Íslandi. Áttu Parísarfarar dálítið erfitt með að sætta sig við kuldalega heimkomu eftir vorveðrið í París.

Þetta var góð Parísarferð, góður hópur, gott veður og ánægjulegar samverustundir.
Við Margrét Helga þökkum fyrir okkur og kveðjum með nokkrum myndum. Við munum vonandi svo bæta við einhverju efni frá nemendum þegar líður á mánuðinn.

Jóhanna

Sunday, March 6, 2011

dagur 3 og dagur 4 ad morgni

I gaer gafst ekki taekifaeri til ad blogga og thvi segjum vid adeins fra gaerdeginum. Hann hofst med siglingu a Signu i fallegu vedri, thvi naest heldum vid i Eiffel turninn eftir stutt hadegisverdarhle og gongu i Tuileries gardinum. Flestir foru a topp turnsins asamt hundrudum annarra ferdamanna. Eftir heimsoknina i turninn foru hopar i sitthverja attina til ad vinna ad verkefnum sinum. Enginn kom seint a hotelid og folk var farid i hattinn a mjog kristilegum tima.
I morgun voknudu allir hressir og tilbunir i gonguna a Montmartre haedinni i fallegu vedri enn a ny. Vid hofum verid afar heppin med vedur i ferdinni, ekki komid dropi ur lofti og glampandi sol. Nu eru nemendur farnir aftur ad vinna ad verkefnum en svo sameinast hopurinn kl. 18:30 til ad fara ut ad borda saman a sogufraegu brasserii, Le Chartier.
Ferdin er senn a enda, a morgun voknum vid snemma til ad koma okkur ut a flugvoll i rolegheitum. Sex nemendur aetla ad verda eftir og njota Parisar i nokkra daga i vidbot. Thvi midur hofum vid ekki getad sett myndir her inn en thad verdur gert fljotlega eftir heimkomu.
Kaerar kvedjur fra Parisarforum,
Johanna og Margret Helga

Friday, March 4, 2011

Dagur 2 i Paris

Dagurinn i dag var tekinn snemma og flestir voknudu hressir og katir eftir godan svefn. Flestir skrifa eg thvi einhverjir voknudu vid morgunhress raftaeki sem foru i gang a okristlegum tima en sem betur fer sofnudu their nemendur aftur. Eftir morgunverd a gistiheimilinu orkudum vid i jardlestina og tokum stefnuna a Saint-Michel torgid i Latinuhverfid thar sem Parisardaman Kristin Jonsdottir beid okkar. Gonguturinn um Latinuhverfid var fraedandi, solin skein og goda skapid var rikjandi. Eftir hadegissnarl i Jardin des Plantes undir beru lofti heldum vid i Marais hverfi og skodudum thad einnig undir leidsogn Kristinar. Tha var gonguthreytan farin ad segja dalitid til sin. Notre-Dame kirkjan var tho eftir thannig ad hun var skodud. Nuna er dalitid hle a dagskranni og nemendur safna kroftum (nema kannski sumir sem hofdu orku til ad kikja i budir i kringum rue de Rivoli) fyrir kvoldheimsoknina i Louvre.
Allir hafa verid duglegir ad labba og nemendur eru ahugasamir, alveg til fyrirmyndar.

Godar kvedjur fra Margreti Helgu og Johonnu

Thursday, March 3, 2011

Komin til Parisar

Allt hefur gengid vel og nu eru allir nemendur farnir i rumid; threyttir og saelir. Get ekki skrifad meira nu thvi eg fekk ad laumast a netid a odru hoteli, thad gengur illa ad komast i tolvu a hotelinu okkar. Meira vid fyrsta taekifaeri.
Johanna

Wednesday, March 2, 2011

Síðasta færsla fyrir brottför

Það verður niðdimm nótt þegar 22 nemendur og tveir kennarar fara á fætur til að taka flugið til borgar ljósanna. Vélin á að fara í loftið kl. 7:50 í fyrramálið og áætluð lending í París er um hádegi á staðartíma en þá verður klukkan um 11 á Íslandi.

Við kennararnir, Margrét Helga og Jóhanna, hlökkum til að fara þessa ferð og getum vonandi sett eitthvað á bloggið strax annað kvöld.

Góðar stundir.

Tuesday, March 1, 2011

2 dagar í brottför!

Jæja, þá er komið að því að dusta rykið af ferðatöskunni, setja vegabréfið á vísan stað, pússa skónna, þvo þvottinn, finna myndavélina...

Brottför til Parísar er eftir rétt tæpa tvo sólarhringa, 43 klukkustundir nákvæmlega. Dagskrá ferðarinnar er komin á Laupinn, innra net skólans, á íslensku og frönsku þannig að foreldrar geta prentað hana út (nemendur verða vitanlega að sækja skjalið fyrst því svæðið er lokað öðrum en þeim).

Villa á skrifstofu skólans er líka með dagskránna hjá sér og getur sent hana í tölvupósti ef þarf.

Við stefnum að því að blogga daglega í París og þannig verður hægt að fylgjast með hópnum og ferðum hans.

Góðar stundir.