Wednesday, March 2, 2011

Síðasta færsla fyrir brottför

Það verður niðdimm nótt þegar 22 nemendur og tveir kennarar fara á fætur til að taka flugið til borgar ljósanna. Vélin á að fara í loftið kl. 7:50 í fyrramálið og áætluð lending í París er um hádegi á staðartíma en þá verður klukkan um 11 á Íslandi.

Við kennararnir, Margrét Helga og Jóhanna, hlökkum til að fara þessa ferð og getum vonandi sett eitthvað á bloggið strax annað kvöld.

Góðar stundir.

No comments:

Post a Comment